Lamir og læsingar

Stillanlegar lamir

Stillanlegar lamir á inni- og útihurðum.  Hreyfanlegu hlutar lamanna eru huldar með sjálfsmyrjandi plasti sem tryggir óðafinnanlega virkni lamanna.  Lamir eru stillanlegar á þrjá vegu (3D); lóðrétt, lárétt og lokunarþéttleika.  Prófanir miða við að ending lamanna sé 200.000 opnanir/lokanir, hentar einnig fyrir eldvarnarhurðir þar sem þær tærast ekki.  Hámarksþyngd hurðablaðs - 90kg, þvermál -14mm, efni - stál.  Hægt er að kaupa hulsur yfir lamirnar sem líkja eftir lit/áferð handfanga eða hurðablaðs.

Faldar lamir

Faldar lamir (ósýnilegar lamir) “ECLIPSE 3” eru ætlaðar fyrir plötuhurðir.

AGB læsingar EVO PZ

Þessi lás er ætlaður fyrir inni-og/eða útihurðir, með stöðluðum DIN sílinder.  Lás þessi hefur verið prófaður, í samræmi við UNI 9173:1988 staðalinn, fyrir 500.000 opnanir lokanir.  Tæringarpróf hefur einnig verið framkvæmt í saltþoku í samræmi við DIN 50021 staðalana.  QUICK LATCH gerir það að verkum að hægt er að snúa lásnum við eftir því hvort hurðir opnast til hægri eða vinstri, kerfi sem er bundið sérleyfi.  Lamir þessar eru einstaklega sterkar og endingargóðar.  Vegna þess hvernig lásinn er uppbyggður er hann sérlega hljóðlátur, sem eykur þægindi og friðsæld heimilisins sem er gott.  Fjarlægð milli handfangs og snerils/lykils er 85mm.

PIVOTA FX2 60 3-D “ósýnilegar” lamir

PIVOTA FX2 60 3-D “ósýnilegar” lamir eru ætlaðar hurðum sem falla í fals.  Hámarksþyngd hurðar - 60kg, 2 lamir.  Lamir stillanlegar á þrjá vegu, viðhaldsfríar.






Hafðu samband
Garðsstaðir 40, 112 Reykjavík
Símanúmer: 898 5005 (Eggert) 
Netfang: stepmaster@stepmaster.is